Gúrkutíð á Alþingi.

Þegar fréttir eru þunnar og litlar er talað um að það sé gúrkutíð hjá blaðamönnum. Hvað er að gerast á Alþingi. Ég sé ekki að það sé brýn nauðsyn að spá í það af hverju börn klæðist bleiku eða bláu inni á fæðingadeild. Ég get ekki séð neitt athugavert við það að börn séu kyngreind þau eru jú drengur og stúlka. Þessi hefð fyrir bleiku og bláu inni á fæðingardeild finnst mér bara krúttlegt. Annað sem mér finnst óþarft að spá í er þetta með að breyta ráðherra í eitthvað annað fyrir kvenþjóðina. Heyrði það eftir íslenskufræðingi að ráðherra ( herra ) væri ekki komið til vegna karlkyns orðsins maður heldur væri þetta sá sem ræður eins og t.d, óðalsherra. Mér finnst að þingmenn (verð líklega að segja þingkonur líka) ættu að snúa sér að brýnni málefnum en þessu. Það þarf að athuga með heilbrigðismálin, húsnæðismálin, mál aldraðra og öryrkja og þó að Ísland hafi mælst besta land að búa í geta þeir ekki gleymt að það er fátækt á Íslandi sem þarf að laga svo að það er á nógu að taka, hysja upp um sig sokkana og byrja að vinna að brýnni málum. EÐA ER BARA GÚRKUTÍÐ!!!!!

Karl Tómasson

Ég spyr um persónu!

Svona smá pæling. (á lélegri íslensku)

Var að spá í brúðkaup aldarinnar. Það hefur mikið verið rætt um það hvað skildi nú vera í matinn hverjir skildu nú skemmta í brúðkaupinu.

Ef ég ætti nú alla þessa peninga þá hefði ég nú ekkert til sparað. Ég hefði nú bara fengið Mark Knopfler til að spila dinner tónlistina og Bruce Springsteen til að sjá um ballið. Þessir eru nú í miklu uppáhaldi hjá mér. Hótel Holt hefði ég tekið á leigu með öllu mat vín og húsnæði.(það má láta sig dreyma)

Annars fannst mér þetta bara flott hjá þeim og gefa svo andvirði gjafa í gott málefni. 

Góðar stundir. 


Hvað er í gangi hjá RÚV!!!!

Er framlag Björgólfs ekki nóg. Ég get varla orða bundist, fréttir af háum launum útvarpsstjóra og  lúxus jeppa sem hann þarf á að halda til að komast jú í vinnuna. Ég get ekki tekið heilshugar undir þessa hækkun, sjónvarpsefnið mjög lélegt. Það væri allt í lagi að hækka þetta ef maður hefði val ég þarf að borga þetta til að geta valið um aðrar stöðvar. Ég vil að afnotagjöld verði lögð niður og ég geti valið hvort ég vil kaupa allar stöðvar eða enga!!!!
mbl.is Afnotagjald RÚV hækkar um 4% 1. desember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómstólar á Íslandi!!!!!!

Hvað er í gangi hér á Íslandi. Maðurinn eyðileggur 6 ungar stúlkur á aldrinum 4-13 ára misnotar þær bregst öllu trausti gagnvart þeim og fær fangelsisdóm í 2 1/2 ár!! Þetta er nú ekki normalt, á maður svo að trúa og treysta íslensku réttarkerfi ég bara spyr?
mbl.is Dæmdur í 2½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 6 stúlkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Foreldrar!!!

Rosalega er ég fegin að myndin Foreldrar verði aftur tekin til sýninga í bíó.Ég sá hana ekki í bíó og langar mikið til að sjá hana. Þeir mættu líka taka myndina Börn til sýningar aftur hún var mjög góð. Vona að Ragnar Bragason og félagar haldi áfram að gera svona góðar myndir.
mbl.is Foreldrar snúa aftur í kvikmyndahúsin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landið okkar fallegast !!

Þetta er sú fallegasta mynd sem ég hef séð lengi, ljósmyndarinn heppinn að hafa séð þetta í beinni. Saga sem fylgir myndinni líka góð !!Smile
mbl.is Sólin í úlfakreppu á Fjarðarheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagur neytenda að verðskrá verði gerð opinber!!

Verðskrá tannlækna á að vera sýnileg neytendum. Ég las það á hér  blogginu að einn bar tannlækna saman við skurðlækna og þjónustu á spítölum, það finnst mér ekki sambærilegt þar sem ég er búin að borga með mínum sköttum og er alveg sátt við að borga mína skatta til samfélagsins. Tannlæknaþjónustu ber mér að greiða fyrir mig að fullu þar sem ég er orðin 18 ára og fæ þar að leiðandi ekki endurgreitt frá TR. Mér finnst alveg sjálfsagt að ég geti borið saman gjaldskrá tannlækna og valið þann ódýrasta. Mér munar um það að borga tólf þúsund krónur eða tuttugu og fjögur þúsund krónur fyrir sömu þjónustu. Tannlæknar gerið verðskrá sýnilega neytendum!
mbl.is Mikill verðmunur á þjónustu tannlækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldskrá Tannlækna!!!!

Mér finnst það alveg út í hött að formaður tannlæknafélagsins sé á móti því að gjaldskrá tannlækna verði gerð opinber. Það er mjög dýrt að nota þeirra þjónustu. Við fjölskyldan vorum í heimsókn í sumar hjá ömmu í sveitinni og sá yngsti fékk mikla tannpínu í barnatönn sem þurfti að taka. Við fengum þjónustu á Húsavík og ég þurfti að borga tæpar 24 þúsund krónur fyrir þjónustuna og fékk tæpar 7 þúsund endurgreiddar frá TR. Reikningurinn var ekki sundurliðaður ég var einungis að borga fyrir ef ég man rétt 5 eða 6 fleti ( hvað það þýðir veit ég ekki). Reikningurinn er til rannsóknar hjá TR því ég var mjög ósátt við verðlagið á einni barnatönn. Við erum með tannlækni hér á höfuðborgarsvæðinu og hef ég aldrei þurft að borga svo háa upphæð fyrir eina tönn.
mbl.is Biður tannlækna að gefa ekki upp fullt verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegur himinn !

Útsýnið af Skúlagötunni alveg frábært í gærkveldi og núna í kvöld norðurljós og stjörnur og alveg bjart upp á Skaga. Það hefur ekki verið svona bjart undanfarið í allri rigningunni. Má samt ekki bölva rigningunni hún er betri heldur en allur þurrkurinn í Ameríkunni. Þeir þurfa að berjast við mikla skógarelda ekki gott. Þeir óttast að þetta sé ekki búið.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband