Gjaldskrá Tannlækna!!!!

Mér finnst það alveg út í hött að formaður tannlæknafélagsins sé á móti því að gjaldskrá tannlækna verði gerð opinber. Það er mjög dýrt að nota þeirra þjónustu. Við fjölskyldan vorum í heimsókn í sumar hjá ömmu í sveitinni og sá yngsti fékk mikla tannpínu í barnatönn sem þurfti að taka. Við fengum þjónustu á Húsavík og ég þurfti að borga tæpar 24 þúsund krónur fyrir þjónustuna og fékk tæpar 7 þúsund endurgreiddar frá TR. Reikningurinn var ekki sundurliðaður ég var einungis að borga fyrir ef ég man rétt 5 eða 6 fleti ( hvað það þýðir veit ég ekki). Reikningurinn er til rannsóknar hjá TR því ég var mjög ósátt við verðlagið á einni barnatönn. Við erum með tannlækni hér á höfuðborgarsvæðinu og hef ég aldrei þurft að borga svo háa upphæð fyrir eina tönn.
mbl.is Biður tannlækna að gefa ekki upp fullt verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Þetta er alveg satt Sirrý þetta er bara svona en við eigum ekki að sætta okkur við þetta.

Mig minnir að leiðbeinandi verð fyrir barnatönn sem er dregin úr sé á milli átta og níu þúsund hjá TR. Sá sem dró tönnina úr dregnum er formaður tannlæknafélagsins svo að það er engin furða þó að hann vilji fela þetta allt saman.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 5.11.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband