Jólakort.

Ég hef heimsótt Aðalgeir á Mánárbakka vegna fjölskyldutengsla og er alltaf gaman að koma til hans. Byggðasafnið hjá honum er glæsilegt og hefur hann byggt sjálfur 3 burstabæi og er með stórt íbúðarhús á tveimur hæðum  ( húsið heitir Þórshamar ) sem hann flutti frá Húsavík í Mánárbakka. Húsin eru full að gamalli íslenskri sögu og menningu.

 

Ef þið bloggvinir góðir eigið jólakort sem þið eruð að henda eða eitthvað sem tengist íslenskri sögu og menningu endilega hafið þið samband við mig eða Aðalgeir sjálfan, það er hægt að nálgast það til ykkar.

Bóndi á mikið safn jólakorta

Gömul jólakort eru fjársjóður í sjálfu sér, þau lýsa sögu lands og þjóðar segir Aðalgeir Egilsson, bóndi á Mánárbakka á Tjörnesi. Hann hefur ekki tölu á öllum þeim jólakortum sem hann hefur safnað á undanförnum þrjátíu árum.

Aðalgeir safnar jólakortum víðs vegar úr heiminum, þó flest korta hans séu frá Íslandi. Hann flokkar kortin eftir tegundum og þjóðerni, setur þau í möppur og sýnir gjarnan ferðamönnum sem leggja leið sína í byggðasafn staðarins. Kortin fær hann send frá vinum og vandamönnum, auk þess sem fjölmörg fyrirtæki senda Aðalgeiri jólakort í stað þess að henda þeim.

Jólakortin segja sögu þjóðarinnar í byggingarlist, menningu og mannlífi segir Aðalgeir. Hann segist ekki hafa hugmynd um hve mörg jólakort hann á en sum þeirra eru orðin mjög gömul.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gæfuríkt komandi ár Ingigerður og takk fyrir Kallatomm leikina!

Edda Agnarsdóttir, 31.12.2007 kl. 22:24

2 Smámynd: Heida

Gleðilegt nýtt ár.

Heida, 1.1.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband