DÓMAR Á ÍSLANDI.

Fangelsi fyrir hrottafengna árás

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 8 mánaða fangelsi fyrir að hafa fjórum sinnum ráðist á fyrrverandi eiginkonu sína með hrottafengnum hætti. Fram kemur í dóminum að maðurinn hafi margsinnis greitt konunni hnefahögg í andlitið, á bak, axlir, hnakka og maga. Hann hafi dregið hana á hárinu og lamið hana og sparkað í hana þar sem hún lá á gólfinu.

Í dómnum segir að brot mannsins hafi verið hrottaleg og ófyrirleitin og til þess fallinn að vekja mikinn ótta hjá konunni og valda henni andlegum raunum til frambúðar. Fimm mánuðir af dómnum eru skilorðsbundnir. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni 900.000 krónur í miskabætur.

 

Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag móðir ungrar stúlku, sem var nemandi í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, til að greiða kennara stúlkunnar rúmar 9,7 milljónir króna í skaðabætur auk 1 milljónar króna í málskostnað. Stúlkan renndi hurð á höfuð kennarans og slasaði hann.

Fram kemur í dómnum, að stúlkan hefur verið greind með  Aspargerheilkenni. Stúlkunni hafði í nóvember 2005 sinnast við bekkjarfélaga sína og farið inn í geymslu, sem var lokað með rennihurð. Kennarinn ætlaði að sækja stúlkuna og stakk höfðinu inn í geymsluna en þá skall rennihurðin á andliti hennar og hentist hún þá með höfuðið á vegg. Síðan hefur hún þjáðst af höfuðverk, öðrum eymslum og þrekleysi.

Kennarinn stefndi bæði stúkunni og Seltjarnarnesbæ fyrir hönd skólans vegna slyssins. Í niðurstöðu fjölskipaðs héraðsdóms segir, að stúlkan, sem var nýorðin 11 ára þegar þetta gerðist, hafi þekkt muninn á réttu og röngu og ekkert í málinu bendi til þess að fötlun hennar hafi skert dómgreind hennar eða að vitsmunaþroski hennar hafi verið minni en almennt hjá börnum á sama aldri.  

Þá segir í dómnum, að ekkert liggi fyrir um það í málinu að stúlkan hafi ætlað sér að skella hurðinni á kennarann heldur sé líklegra að hvatvísi hennar hafi þar ráðið för eða reiði vegna þess að henni hafði sinnast við skólabræður sína.  Á hinn bóginn hafi henni mátt vera ljóst, að sú háttsemi hennar að loka hurðinni með afli  væri hættuleg og hún hlyti að hafa gert sér grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar sú háttsemi gat haft í för með sér.  Því beri stúlkan skaðabótaábyrgð á tjóni kennarans.

Skólinn var sýknaður af kröfu um skaðabætur þó að matsmaður hafi talið að klemmuvörn á hurðinni hafi ekki komið í veg fyrir að  hún skall á höfði kennarans. Dómurinn taldi hurðina uppfylla öryggiskröfur í lögum.

//

Hér hef ég sett inn tvo dóma frá héraðsdómi Reykjavíkur, ástæðan fyrir því að ég er hugsi yfir dómstólum á Íslandi er að mér finnst ósamræmi í þeim. Ekki veit ég eftir hverju er farið í svona málum en í síðari dóminum er um fatlað barn að ræða og ekki trúi ég því að þetta hafi verið ásetningur hjá barninu. Í hinum dóminum er um fullorðin karlmann að ræða sem ræðst á konuna fjórum sinnum. Mér finnst bótakröfurnar ekki háar í fyrri dóminum.

 

Svo er það annað mál þar sem ég þekki til. Ungur maður fer að kvöldi til í verslun að versla, þar ráðast á hann sex karlmenn og berja hann. Ekki fá allir þessir menn dóm en tveir af þeim fá skilorðbundin dóm og fórnalambið 100 þúsund krónur í bætur. Fórnarlambið er óvinnufært og hefur fyrir fjölskyldu að sjá. Ég er ekki alveg að skilja hvernig dómskerfið virkar. Fórnarlambið varð fyrir þessari árás seinniparts sumar árið 2007. 


Að bera í bakkafullann lækinn.

borginjanuar2008það hefur verið mikið fjallað um stjórnarskiptin í borginni og ætla ég ekki að fjalla nánar um það. Aðrir hafa gert því góð skil, en þetta línurit segir allt sem segja þarf og kynnir okkur nýjustu skoðanakönnun á fylgi flokkana í RVÍK. Kjósendur í RVÍK hafa sagt sína skoðun og hana ber að virða. Kjósendur í RVÍK eru ekki fífl.

ABC BARNAHJÁLP

Var að fá þennan póst frá ABC.

Nú er mikil neyð í Kenya ef þið getið blogglesarar góðir lagt ABC barnastarfinu lið þá er það vel þegið. Í niðurlagi bréfsins kemur fram reikningsnúmer sem má leggja inn á. 

Kæru stuðningsaðilar ABC barnahjálpar,

 

Eins og þið eflaust vitið ríkir skelfilegt ástand í Nairobi í Kenya þar sem eitt ABC heimilið okkar er staðsett. Í fátækrahverfunum hefur fjöldi húsa verið brenndur og fólk misst allt sitt, fólk hefur verið innilokað á heimilum sínum matarlaust í marga daga, verslanir eru lokaðar og þær sem opna selja mat á uppsprengdu verði. Fjöldi kvenna með börn hafa leitað til ABC heimilisins eftir hjálp og er heimilið að fyllast af flóttafólki sem misst hefur heimili sín. Starfsfólk ABC reynir sitt besta til að hjálpa þessu fólki. Þórunn og Samuel komu heim frá Tansaníu í gær með fullan bíl af mat en þar sem þau gefa frá sér stóran hluta til matarlausra í fátækrahverfunum dugar hann skammt. Hún biður okkur að senda þeim pening til að kaupa mat til að geta hjálpað fleirum.

 

Börnin á heimilinu hafa það gott þó þau séu hrædd. Starfsmennirnir hafa reynt að heimsækja fjölskyldur barnanna okkar sem búa í fátækrahverfunum til að færa þeim mat og aðstoða á annan hátt.

 

ABC barnahjálp hefur ekki neinn varasjóð til að mæta svona ástandi og datt okkur því í hug að leita til  ykkur um aðstoð. Þeir sem vilja hjálpa okkar mega gjarnan leggja pening inn á reikning ABC heimilisins í Kenya sem er í banka 1155-15-41415 kt. 6906881589.

 

Með innilegu þakklæti

 

ABC barnahjálp

 


Jólakort.

Ég hef heimsótt Aðalgeir á Mánárbakka vegna fjölskyldutengsla og er alltaf gaman að koma til hans. Byggðasafnið hjá honum er glæsilegt og hefur hann byggt sjálfur 3 burstabæi og er með stórt íbúðarhús á tveimur hæðum  ( húsið heitir Þórshamar ) sem hann flutti frá Húsavík í Mánárbakka. Húsin eru full að gamalli íslenskri sögu og menningu.

 

Ef þið bloggvinir góðir eigið jólakort sem þið eruð að henda eða eitthvað sem tengist íslenskri sögu og menningu endilega hafið þið samband við mig eða Aðalgeir sjálfan, það er hægt að nálgast það til ykkar.

Bóndi á mikið safn jólakorta

Gömul jólakort eru fjársjóður í sjálfu sér, þau lýsa sögu lands og þjóðar segir Aðalgeir Egilsson, bóndi á Mánárbakka á Tjörnesi. Hann hefur ekki tölu á öllum þeim jólakortum sem hann hefur safnað á undanförnum þrjátíu árum.

Aðalgeir safnar jólakortum víðs vegar úr heiminum, þó flest korta hans séu frá Íslandi. Hann flokkar kortin eftir tegundum og þjóðerni, setur þau í möppur og sýnir gjarnan ferðamönnum sem leggja leið sína í byggðasafn staðarins. Kortin fær hann send frá vinum og vandamönnum, auk þess sem fjölmörg fyrirtæki senda Aðalgeiri jólakort í stað þess að henda þeim.

Jólakortin segja sögu þjóðarinnar í byggingarlist, menningu og mannlífi segir Aðalgeir. Hann segist ekki hafa hugmynd um hve mörg jólakort hann á en sum þeirra eru orðin mjög gömul.


GEGNUM RIFURNAR.

Það er viðtal við vinkonu mína í 24 stundum í dag á bls 33. 2007-12-18_0_0.pdf

c_documents_and_settings_sirry_my_documents_skjolin_min_bk
Vinkona mín Sirrý Sig var að gefa út barna og unglingabókina GEGNUM RIFURNAR. Ég er búin að lesa þessa bók og er hún mjög góð. Hún segir á raunsæjan hátt frá ungum dreng sem lendir í ýmsum vandræðum og ævintýrum. Við þekkjum öll  þennan dreng, við höfum einhvertímann á lífsleiðinni hitt Örn Hilmar. Hann vermir líka stól hjá skólastjóranum meira en okkur foreldrum myndi líka, en Örn Hilmar er góður drengur.

Ég mæli hiklaust með þessari bók fyrir börn, unglinga og fullorðna. 

Ég bíð spennt eftir því að það komi út fullorðinsbók eftir Sirrý því ég hef lesið smá sögur eftir hana og eru þær góðar. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Lay Low er stórkostleg

419972A

 Leyfði mér að taka þetta af síðunni hans Jens Guð.

 

 

Söngkonan ljúfa og flotta Lay Low er ekki aðeins einn glæsilegasti tónlistarmaður landsins.  Hún er líka góð manneskja sem lætur sig varða samfélagsleg mál og ber umhyggju fyrir þeim sem orðið hafa fyrir áföllum í lífinu.  Að undanförnu hefur Lay Low vakið athygli og aðdáun fyrir frábæran tónlistarflutning í leikritinu Ökutímar í uppfærslu Leikfélags Akureyrar. 

  Eftir áramót kemur á markað plata með tónlist hennar úr leikritinu.  Lay Low rennur til rifja hvað bágur fjárhagur Aflsins,  systursamtaka Stígamóta á Norðurlandi,  háir starfsemi samtakanna.  Hún hefur nú brugðist við því með að ánafna Aflinu öllum sínum tekjum af plötusölunni.

  Þetta er stærsta og höfðinglegasta gjöf sem Aflinu hefur hlotnast.  Lay Low er einn vinsælasti tónlistarmaður Íslands.  Hún var sigurvegari íslensku tónlistarverðlaunanna síðast.  Var meðal annars kosin vinsælasta söngkonan.  Platan á eftir að seljast eins og heitar lummur. 

  Tilgangur Lay Low er ekki sá einn að leggja drjúgt af mörkum fjárhaldslega með þessu framlagi heldur ekki síður að vekja athygli á bráðnauðsynlegri starfsemi Aflsins.

  Sem stuðningsmaður Aflsins er maður hálf klökkur yfir þessu stórkostlega framlagi Lay Low-ar.  Mér er kunnugt um að sjálfboðaliðar Aflsins eru sömuleiðis dolfallnir af þakklæti yfir höfðingsskap hennar.  Það er auðvelt að mæla með plötunni og hvetja til kaupa á henni.  Platan verður klárlega virkilega góð.  Og nú bætist við að kaup á plötunni renna til góðs og þarfs verkefnis.

  Ofan á þetta bætist að LA ætlar að halda aukasýningu í janúar þar sem aðgangseyrir rennur óskiptur til Aflsins. 

  Ég hvet aðra bloggara til að vekja athygli á þessu á sínum bloggsíður þannig að örlæti,  góðmennska og hróður Lay Low-ar og Leikfélags Akureyrar berist sem víðast.

 


Jackline á afmæli í dag.

img.aspxFósturbarnið okkar á afmæli í dag hún er sjö ára í dag. Hún á heima í Uganda hjá fjölskyldu sinni. Fjölskyldan er algjörlega háð matargjöfum frá S.Þ. Fæðið þeirra er aðallega mais og baunir. Vatn er fengið úr borholum og getur tekið allt að 4 - 5 tíma að sækja um 20 lítra af vatni. Þarna er vannæring mjög mikil. Fjölskyldan býr í leirkofa með stráþaki. Oft búa allt að 10 manns í einum kofa. Jackline býr með mömmu sinni og pabba ásamt 2 systkinum sem eru 11 ára og 4 ára. Með hjálp ABC og þessum litla styrk sem er 1950 kr á mánuði getur Jackline gengið í skóla fengið læknisþjónustu og 1 máltíð á dag. Þegar ABC ákvað að hjálpa Jackline var hún vannærð og klæðalítil en henni líður mun betur í dag. Jackline til hamingju með daginn.

Tvíburar.

20071201231717_4Ég er ekkert smá montin af tvíburunum sem Steini og Kata eiga. Steini er systur sonur minn, sonur Bryndísar systur svo að ég var að eignast enn einn titilinn sem ömmusystir. Tvíburarnir eru búnir að fá alveg yndislega falleg nöfn. Þau heita Már Óskar og Valdís Rós.

Þetta eru  Steini og Kata með  börnin.20071201231751_16


GEGNUM RIFURNAR.

c_documents_and_settings_sirry_my_documents_skjolin_min_bkVar að klára bókina GEGNUM RIFURNAR. Var mjög hrifin. Þetta er skemmtileg og hrífandi bók. Þetta er fyrsta bók höfundar sem er Sirrý Sig. Hún hefur skrifað nokkrar smá sögur og voru þær góðar líka. Elsku Sirrý til hamingju með bókina.

Hugleiðing dagsins.

Góð hugleiðing inn í morgundaginn.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband