DÓMAR Á ÍSLANDI.

Fangelsi fyrir hrottafengna árás

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 8 mánaða fangelsi fyrir að hafa fjórum sinnum ráðist á fyrrverandi eiginkonu sína með hrottafengnum hætti. Fram kemur í dóminum að maðurinn hafi margsinnis greitt konunni hnefahögg í andlitið, á bak, axlir, hnakka og maga. Hann hafi dregið hana á hárinu og lamið hana og sparkað í hana þar sem hún lá á gólfinu.

Í dómnum segir að brot mannsins hafi verið hrottaleg og ófyrirleitin og til þess fallinn að vekja mikinn ótta hjá konunni og valda henni andlegum raunum til frambúðar. Fimm mánuðir af dómnum eru skilorðsbundnir. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni 900.000 krónur í miskabætur.

 

Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag móðir ungrar stúlku, sem var nemandi í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, til að greiða kennara stúlkunnar rúmar 9,7 milljónir króna í skaðabætur auk 1 milljónar króna í málskostnað. Stúlkan renndi hurð á höfuð kennarans og slasaði hann.

Fram kemur í dómnum, að stúlkan hefur verið greind með  Aspargerheilkenni. Stúlkunni hafði í nóvember 2005 sinnast við bekkjarfélaga sína og farið inn í geymslu, sem var lokað með rennihurð. Kennarinn ætlaði að sækja stúlkuna og stakk höfðinu inn í geymsluna en þá skall rennihurðin á andliti hennar og hentist hún þá með höfuðið á vegg. Síðan hefur hún þjáðst af höfuðverk, öðrum eymslum og þrekleysi.

Kennarinn stefndi bæði stúkunni og Seltjarnarnesbæ fyrir hönd skólans vegna slyssins. Í niðurstöðu fjölskipaðs héraðsdóms segir, að stúlkan, sem var nýorðin 11 ára þegar þetta gerðist, hafi þekkt muninn á réttu og röngu og ekkert í málinu bendi til þess að fötlun hennar hafi skert dómgreind hennar eða að vitsmunaþroski hennar hafi verið minni en almennt hjá börnum á sama aldri.  

Þá segir í dómnum, að ekkert liggi fyrir um það í málinu að stúlkan hafi ætlað sér að skella hurðinni á kennarann heldur sé líklegra að hvatvísi hennar hafi þar ráðið för eða reiði vegna þess að henni hafði sinnast við skólabræður sína.  Á hinn bóginn hafi henni mátt vera ljóst, að sú háttsemi hennar að loka hurðinni með afli  væri hættuleg og hún hlyti að hafa gert sér grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar sú háttsemi gat haft í för með sér.  Því beri stúlkan skaðabótaábyrgð á tjóni kennarans.

Skólinn var sýknaður af kröfu um skaðabætur þó að matsmaður hafi talið að klemmuvörn á hurðinni hafi ekki komið í veg fyrir að  hún skall á höfði kennarans. Dómurinn taldi hurðina uppfylla öryggiskröfur í lögum.

//

Hér hef ég sett inn tvo dóma frá héraðsdómi Reykjavíkur, ástæðan fyrir því að ég er hugsi yfir dómstólum á Íslandi er að mér finnst ósamræmi í þeim. Ekki veit ég eftir hverju er farið í svona málum en í síðari dóminum er um fatlað barn að ræða og ekki trúi ég því að þetta hafi verið ásetningur hjá barninu. Í hinum dóminum er um fullorðin karlmann að ræða sem ræðst á konuna fjórum sinnum. Mér finnst bótakröfurnar ekki háar í fyrri dóminum.

 

Svo er það annað mál þar sem ég þekki til. Ungur maður fer að kvöldi til í verslun að versla, þar ráðast á hann sex karlmenn og berja hann. Ekki fá allir þessir menn dóm en tveir af þeim fá skilorðbundin dóm og fórnalambið 100 þúsund krónur í bætur. Fórnarlambið er óvinnufært og hefur fyrir fjölskyldu að sjá. Ég er ekki alveg að skilja hvernig dómskerfið virkar. Fórnarlambið varð fyrir þessari árás seinniparts sumar árið 2007. 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þett er skammarlegt... ég á ekki orð yfir ruglinu í íslensku dómskerfi

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.4.2008 kl. 19:34

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Og hefði hann dregið aðeins undan sér pening frá einhverjum ríkum þá hefði hann fengið þyngri dóm.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.4.2008 kl. 19:46

3 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Já ég er hugsi yfir þessu og hef áhyggjur af þessari litlu fjölskyldu sem lenti í þessum raunum. Þau eru ekki orðin 30 ára og eru með þrjú börn á framfæri ég veit ekki hvernig þau fara að þessu.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 7.4.2008 kl. 19:48

4 Smámynd: Heida

Þetta er mjög asnalegt.

Afhverju standa íslendingar ekki saman og mótmæla þessu???

Heida, 9.4.2008 kl. 21:13

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Samstaða Íslendinga er sterk á mörgum sviðum en ekki hvað varðar mótmæli, uppeldið okkar er smáborgaralegt vegna smæðar og minnimáttarkenndar.

Edda Agnarsdóttir, 20.4.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband