ABC BARNAHJÁLP

Var að fá þennan póst frá ABC.

Nú er mikil neyð í Kenya ef þið getið blogglesarar góðir lagt ABC barnastarfinu lið þá er það vel þegið. Í niðurlagi bréfsins kemur fram reikningsnúmer sem má leggja inn á. 

Kæru stuðningsaðilar ABC barnahjálpar,

 

Eins og þið eflaust vitið ríkir skelfilegt ástand í Nairobi í Kenya þar sem eitt ABC heimilið okkar er staðsett. Í fátækrahverfunum hefur fjöldi húsa verið brenndur og fólk misst allt sitt, fólk hefur verið innilokað á heimilum sínum matarlaust í marga daga, verslanir eru lokaðar og þær sem opna selja mat á uppsprengdu verði. Fjöldi kvenna með börn hafa leitað til ABC heimilisins eftir hjálp og er heimilið að fyllast af flóttafólki sem misst hefur heimili sín. Starfsfólk ABC reynir sitt besta til að hjálpa þessu fólki. Þórunn og Samuel komu heim frá Tansaníu í gær með fullan bíl af mat en þar sem þau gefa frá sér stóran hluta til matarlausra í fátækrahverfunum dugar hann skammt. Hún biður okkur að senda þeim pening til að kaupa mat til að geta hjálpað fleirum.

 

Börnin á heimilinu hafa það gott þó þau séu hrædd. Starfsmennirnir hafa reynt að heimsækja fjölskyldur barnanna okkar sem búa í fátækrahverfunum til að færa þeim mat og aðstoða á annan hátt.

 

ABC barnahjálp hefur ekki neinn varasjóð til að mæta svona ástandi og datt okkur því í hug að leita til  ykkur um aðstoð. Þeir sem vilja hjálpa okkar mega gjarnan leggja pening inn á reikning ABC heimilisins í Kenya sem er í banka 1155-15-41415 kt. 6906881589.

 

Með innilegu þakklæti

 

ABC barnahjálp

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef enga skoðun á henni.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.1.2008 kl. 20:19

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir pistilinn og reiknisnúmerið verður notað!

Edda Agnarsdóttir, 11.1.2008 kl. 19:48

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ingigerður. til hamingju með afmælið 11. janúar

Jóna Á. Gísladóttir, 13.1.2008 kl. 00:52

4 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Takk fyrir Jóna.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 13.1.2008 kl. 18:21

5 Smámynd: Kolgrima

Takk fyrir þessa færslu - ástandið þarna er hryllilegt. Ég dáist að þeim sem rétta öðrum hjálparhönd.

Kolgrima, 14.1.2008 kl. 22:18

6 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Takk fyrir þetta .

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 15.1.2008 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband