10.10.2007 | 21:44
Friðarsúlan.
Það var gaman að sjá þegar kveikt var á friðarsúlunni kórinn hennar Tótu (Þórunn Björnsdóttir) alveg frábær hún er alltaf með góða söngfugla hefði vilja heyra kórinn syngja allt lagið og Tóta þjóðleg með allan kórinn í lopapeysum. Annars var þetta blendin tilfinning því að hinumegin við fjörðinn var svo NATO fundur þeir hafa örugglega ekki verið að funda mikið um alheimsfrið!
Athugasemdir
Innlitskvitt og velkomin í bloggvinahópinn!
Edda Agnarsdóttir, 11.10.2007 kl. 22:29
Takk fyrir það Edda.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 11.10.2007 kl. 23:44
Já Ingigerður, þetta var látlaus og falleg athöfn. Börnin voru yndisleg. En er ekki dæmalaust að fyrirtækið sem leggur til orkuna í friðarsúluna veldur þvílíkum ófriði að sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn springur innan frá. Já þvílík orka þar !
Bryndís systir á Ísafirði
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 12.10.2007 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.