21.10.2007 | 18:48
Nýja Biblían!
Mikið var gott að hlusta á Gunnar í Krossinum fjalla um nýju Biblíuna ég er alveg sammála honum um að það á ekki að breyta þýðingunni. Ég nota Biblíuna mikið og finnst gott að lesa hana og er bókin mín því orðin nokkuð lúin,það er því miður ekki hægt að fá hana (þessa gömlu) lengur svo að mig vantar bókbindara til að laga mína. Ef einhver veit um bókbindara má alveg láta mig vita.
Athugasemdir
Hæ hæ. Long time.....
en ég er nú ekki sammála þér með þýðinguna á biblíunni. Mér finnst afskapalega gott að fá hana í nýrri þýðingu, sérstaklega í ljósi þess að hún er þýdd á nútímalegra mál en var,- í nýju þýðingunni er tekið tillit til þess að konur hafa nú fengið nokkuð uppreisn æru á 2000 árum og svo eru leiðréttar rangþýðingar sem voru í hinni eldri ( sem n.b. leysti enn eldri þýðingar af hólmi).
Varla hefur öllum eldri biblíum verði hent út úr bókabúðum,- eða fornbókabúðum. Tími minni gömlu ekki,- aðallega vegna þess að hún er árituð til mín af mínum elskulega föður ;) annars hefði ég alveg verið til í að býtta........
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 31.10.2007 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.